Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 11:21 Hákarlaárásir hafa verið nokkuð tíðar undan ströndum Suður-Ástralíu á þessu ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/DAVE HUNT Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu. Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu.
Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09
Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53