Rakel Björgvinsdóttir flutti lagið Creep með Radiohead og gerði það einstaklega vel. Dómararnir voru allir yfir sig hrifnir, allir nema Bríet sem sagði að eitthvað vantaði upp á túlkun hennar á laginu.
Það fór í taugarnar á Herra Hnetusmjör sem bauð áhorfendum í salnum að púa á Bríeti og kallaði hana svo Skúla fúla eftir að Rakel var farin af sviðinu.
Hér að neðan má sjá flutninginn sjálfan en áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.