Gil keppti í IndyCar/Cart mótaröðinni í mörg ár og hreppti Cart-titla árin 2000 og 2001. Árið 2003 sigraði hann svo Indianapolis 500 kappaksturinn fræga með liði sínu Penske Racing. Eftir að hann hætti kappakstri sneri hann sér að hliðarlínunni og vann sem yfirmaður kappakstursmála hjá liðum BAR/Honda og McLaren.
Gil fékk hjartaáfall á meðan hann keppti í einkakappakstursmóti í Flórída í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést stuttu seinna. Damon Hill fyrrverandi heimsmeistari Formúlu 1 minntist hans í færslu á samfélagsmiðlinum X.
One of the nicest guys I ever met. He made me laugh. He got it. Jesus, Gil, you left too soon. My sincere condolences to his lovely family and all who knew him (there are many, many, many) and all at McLaren. He was a fighter and a winner. Big loss. #f1 #Indy #McLaren #Indy500 pic.twitter.com/boV3laminZ
— Damon Hill (@HillF1) December 30, 2023
„Einn indælustu náunga sem ég hef kynnst. Hann fékk mig til að hlæja. Hann skildi. Jesús, Gil, þú kvaddir of snemma,“ skrifar Damon og vottar fjölskyldu og vinum Gil samúð sína.