Maður margra dulargerva gómaður eftir mörg ár á flótta Jón Þór Stefánsson skrifar 1. janúar 2024 14:01 Tyler Adams hefur gengið undir ansi mörgum nöfnum, að því er virðist í því skyni til að komast undan lögunum. Bandaríksa alríkislögreglan/Lögreglan í Hawaii Strokufangi, sem hefur verið kallaður maður margra dulargerva (e. master of disguise), hefur verið handtekin í Kaliforníuríki Bandaríkjanna eftir fjögur ár á flótta, eða síðan hann slapp úr fangelsi á Hawaii árið 2019. Hann er meðal annars grunaður um dularfullt morð á kærustu sinni. Alríkislögregla Bandaríkjanna hafði lýst eftir manninum, sem heitir réttu nafni Tyler Adams og er 51 árs gamall. Hann hefur þó brugðið sér í allra kvikinda líki og notast við ýmis dulnefni, líkt og Aaron Lee, David Smith, Dominic Braun, David Phillips, Kevin Schoolcraft, Kevin Kennedy, Michael Whitman, Lance Irwin, Brice Johnson, Matthew Kashani, Taylor Chase og Joshua Smith. Miðlar vestanhafs fjalla um málið, en þeir greina frá því að Adams hafi verið að afplána fangelsisdóm í Hawaii vegna þjófnaðar á 130 þúsund bandaríkjadölum, sem jafngildir tæpum átján milljónum króna. Hann var einnig dæmdur fyrir að stela hring úr verslun Costco, en andvirði hringsins er sagt hafa verið fimm þúsund dollarar, eða tæplega 700 þúsund krónur. CBS greinir frá því að Adams hafði áður komist í kast við lögin með því að nota auðkenni foreldra sinni til að safna upp þriggja milljón dala skuld, sem í dag jafngildir rúmum fjögur hundruð milljónum króna. Fyrir það hlaut hann sjö ára fangelsisdóm í borginni San Diego í Kaliforníuríki. Kærastan fannst í bílskotti Líkt og áður segir slapp Adams úr fangelsi á Hawaii. Á meðan hann var á flótta átti hann í ástarsambandi við Racquel Sabean. Hún hélt að hann héti Paul Philips, en saman eignuðist þau dóttur. Þau fóru saman yfir landamæri Bandaríkjanna til Mexíkó í apríl í fyrra, en rúmum mánuði síðar fundust líkamsleifar Sabean í mexíkósku borginni Tíjúana, nánar tiltekið í skotti bíls hennar, Volkswagen Jetta. Dóttir þeirra fannst heil á húfi. Þess má geta að Adams hefur ekki verið kærður fyrir að verða Sabean að bana, eða fyrir eiga þátt í andláti hennar á annan hátt. New York Post segir að Adams hafi verið yfirheyrður vegna hvarfs Sabean og daginn eftir það hafi hann snúið aftur til Bandaríkjanna, og notast við dulnefnið Aaron Bain til þess. Varð fyrir tilviljun vitni að handtökunni NBC fjallar einnig um málið, en í frétt miðilsins kemur fram að það hafi verið þann 30. nóvember sem Adams hafi verið handtekinn. Hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota, líkt og fyrir bílaþjófnað og fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Þá höfðu nokkrar handtökuskipanir verið gefnar út á hendur honum, meðal annars vegna fangelsisflóttans í Hawaii. Faðir Racquel Sabean, David Sabean, hélt því fram, í viðtali við NBC, að hann hafi fyrir tilviljun orðið vitni að handtöku Adams í Kaliforníuríki í nóvember. „Ég sé hann og hugsa; bíddu nú við. Hann er í gulum bol, hvítum buxum og skóm. Þessi lítur út eins og maðurinn sem myrti dóttur mína,“ segir hann. Líkt og áður segir hefur Adams ekki verið kærður vegna morðsins, en faðirinn er sannfærður um að hann beri ábyrgð á því. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna hafði lýst eftir manninum, sem heitir réttu nafni Tyler Adams og er 51 árs gamall. Hann hefur þó brugðið sér í allra kvikinda líki og notast við ýmis dulnefni, líkt og Aaron Lee, David Smith, Dominic Braun, David Phillips, Kevin Schoolcraft, Kevin Kennedy, Michael Whitman, Lance Irwin, Brice Johnson, Matthew Kashani, Taylor Chase og Joshua Smith. Miðlar vestanhafs fjalla um málið, en þeir greina frá því að Adams hafi verið að afplána fangelsisdóm í Hawaii vegna þjófnaðar á 130 þúsund bandaríkjadölum, sem jafngildir tæpum átján milljónum króna. Hann var einnig dæmdur fyrir að stela hring úr verslun Costco, en andvirði hringsins er sagt hafa verið fimm þúsund dollarar, eða tæplega 700 þúsund krónur. CBS greinir frá því að Adams hafði áður komist í kast við lögin með því að nota auðkenni foreldra sinni til að safna upp þriggja milljón dala skuld, sem í dag jafngildir rúmum fjögur hundruð milljónum króna. Fyrir það hlaut hann sjö ára fangelsisdóm í borginni San Diego í Kaliforníuríki. Kærastan fannst í bílskotti Líkt og áður segir slapp Adams úr fangelsi á Hawaii. Á meðan hann var á flótta átti hann í ástarsambandi við Racquel Sabean. Hún hélt að hann héti Paul Philips, en saman eignuðist þau dóttur. Þau fóru saman yfir landamæri Bandaríkjanna til Mexíkó í apríl í fyrra, en rúmum mánuði síðar fundust líkamsleifar Sabean í mexíkósku borginni Tíjúana, nánar tiltekið í skotti bíls hennar, Volkswagen Jetta. Dóttir þeirra fannst heil á húfi. Þess má geta að Adams hefur ekki verið kærður fyrir að verða Sabean að bana, eða fyrir eiga þátt í andláti hennar á annan hátt. New York Post segir að Adams hafi verið yfirheyrður vegna hvarfs Sabean og daginn eftir það hafi hann snúið aftur til Bandaríkjanna, og notast við dulnefnið Aaron Bain til þess. Varð fyrir tilviljun vitni að handtökunni NBC fjallar einnig um málið, en í frétt miðilsins kemur fram að það hafi verið þann 30. nóvember sem Adams hafi verið handtekinn. Hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota, líkt og fyrir bílaþjófnað og fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Þá höfðu nokkrar handtökuskipanir verið gefnar út á hendur honum, meðal annars vegna fangelsisflóttans í Hawaii. Faðir Racquel Sabean, David Sabean, hélt því fram, í viðtali við NBC, að hann hafi fyrir tilviljun orðið vitni að handtöku Adams í Kaliforníuríki í nóvember. „Ég sé hann og hugsa; bíddu nú við. Hann er í gulum bol, hvítum buxum og skóm. Þessi lítur út eins og maðurinn sem myrti dóttur mína,“ segir hann. Líkt og áður segir hefur Adams ekki verið kærður vegna morðsins, en faðirinn er sannfærður um að hann beri ábyrgð á því.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira