Spilling, hvað er nú það? Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. janúar 2024 10:30 Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun