Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 12:17 Árni Þór Sigurðsson, Sendiherra Íslands í Danmörku segir mikla eftirsjá af Margréti drottningu. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn/Getty Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“ Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16