Enn leitað að fólki eftir jarðskjálftann í Japan Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. janúar 2024 00:01 Hér má sjá byggingu sem féll á hliðina eftir jarðkjálfta í Wajima í Ishikawa-héraði. AP/Kyodo News Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en ekki er vitað hvert umfang eyðileggingarinnar er og enn er leitað að fólki í rústunum. Þá olli skjálftinn flóðbylgjum sem náðu allt að metra hæð og riðu yfir vesturströnd Japan og austurströnd Suður-Kóreu. Innviðir illa farnir og björgunarstarf flókið Herinn var ræstur út til að aðstoða í björgunarstarfi en umfangsmiklar skemmdir á vegum hafa gert björgunarstarfsfólki erfiðara fyrir. Þá var einum flugvelli á svæðinu lokað eftir að sprungur opnuðust á flugbraut hans. Japanski fréttamiðillinn NHK segir lækna ekki hafa komist að sjúkrahúsinu í bænum Suzu sem fór ansi illa út úr skjálftanum. Sjúkrahúsið gengur nú fyrir vararafali vegna rafmagnsleysis á svæðinu. Maður á tíræðisaldri var úrskurðaður látinn eftir að bygging hrundi í bænum Shika í Ishikawa-héraði. Miðillinn Kyodo News greindi frá fjórum dauðsföllum í Ishikawa, karlmanni og konu á sextugsaldri, ungum dreng og karlmanni á áttræðisaldri. Japan Náttúruhamfarir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en ekki er vitað hvert umfang eyðileggingarinnar er og enn er leitað að fólki í rústunum. Þá olli skjálftinn flóðbylgjum sem náðu allt að metra hæð og riðu yfir vesturströnd Japan og austurströnd Suður-Kóreu. Innviðir illa farnir og björgunarstarf flókið Herinn var ræstur út til að aðstoða í björgunarstarfi en umfangsmiklar skemmdir á vegum hafa gert björgunarstarfsfólki erfiðara fyrir. Þá var einum flugvelli á svæðinu lokað eftir að sprungur opnuðust á flugbraut hans. Japanski fréttamiðillinn NHK segir lækna ekki hafa komist að sjúkrahúsinu í bænum Suzu sem fór ansi illa út úr skjálftanum. Sjúkrahúsið gengur nú fyrir vararafali vegna rafmagnsleysis á svæðinu. Maður á tíræðisaldri var úrskurðaður látinn eftir að bygging hrundi í bænum Shika í Ishikawa-héraði. Miðillinn Kyodo News greindi frá fjórum dauðsföllum í Ishikawa, karlmanni og konu á sextugsaldri, ungum dreng og karlmanni á áttræðisaldri.
Japan Náttúruhamfarir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira