Að minnsta kosti 706 létust í 650 fjöldaskotárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 10:32 Að minnsta kosti 706 létust í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum árið 2023. Getty/Boston Globe/Erin Clark Alls létust 706 í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum í fyrra. Árásirnar voru 650 talsins og hafa aðeins einu sinni verið fleiri; voru 689 árið 2021. Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira