Wayne Rooney rekinn Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 10:33 Wayne Rooney er orðinn atvinnulaus. Getty Wayne Rooney entist aðeins í tvo og hálfan mánuð sem knattspyrnustjóri enska félagsins Birmingham en hann hefur nú verið rekinn úr starfi. Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira