Vísar ásökun um vanhæfi á bug Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 12:03 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“ Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“
Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira