Gullkynslóð Englendinga ekki mörg karöt þegar menn setjast í stjórastólinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:01 Wayne Rooney með Frank Lampard í leik með enska landsliðinu fyrir rúmum tíu árum. Getty/Steve Bardens Wayne Rooney er enn eitt dæmið um leikmann úr gullkynslóð Englendinga sem lendir í vandræðum í stjórastólnum. Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira