9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Aron Pálmarsson var algjör lykilmaður íslenska landsliðsins á þessum árum. epa/Fehim Demir EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir níu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Tvö Evrópumót deila níunda sætinu en það eru EM í Póllandi 2016 og EM 2018. Bæði mótin byrjuðu vel en voru síðan stutt í annan endann. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þrettánda sæti á báðum þessum mótum og leikirnir urðu aðeins þrír. Mótin eiga það sameiginlegt að hafa keyrt upp allar væntingar með frábærum sigri í fyrsta leik en enduðu síðan á því að slæm staða í innbyrðis leikjum kostaði íslenska liðið sæti í milliriðlinum. Evrópumótið í Pólland fyrir átta árum byrjaði með eins marks sigri á Norðmönnum, 26-25, og útlitið því nokkuð bjart. Það breyttist hins vegar þegar íslenska liðið tapaði á móti Hvít-Rússum í næsta leik. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar 22 mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 14-19. Norðmenn unnu Króata og því blasti við úrslitaleikur við Króata um sæti í milliriðlinum. Íslensku strákarnir steinlágu þar með níu marka mun, 37-28, og sátu eftir á innbyrðis leik á móti Hvít-Rússum. Norðmenn unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og fóru alla leið í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu á móti verðandi Evrópumeisturum Þjóðverja. Evrópumótið í Króatíu fyrir sex árum byrjaði líka á sigri, nú tveggja marka sigri á Svíum, 26-24. Íslenska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og keyrði yfir sænska liðið fyrir hlé. Sjö marka tap á móti Króötum í öðrum leiknum, 22-29, þýddi úrslitaleik á móti Serbum í lokaleik. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri en tapaði á endanum með þiggja marka mun, 29-26. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar sautján mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 6-13. Serbarnir fóru síðan áfram á innbyrðis viðureignum. Svíarnir unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og enduðu á því að fara alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir reyndar töpuðu á móti Spánverjum. Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í hægra horninu á þessum tíma.Getty/TF-Images EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í fyrsta leik (8 mörk og 6 stoðsendingar) en hræðilega í þeim síðasta (0 mörk úr 5 skotum). Hann var besti leikmaður íslenska liðsins og liðið fór svolítið eins langt og hann tók það. Aron fór fyrir íslenska liðinu í sigurleiknum á móti Norðmönnum þar sem hann skoraði sjö mörk með langskotum. Hann skoraði þó aðeins þrjú mörk fyrir utan samanlagt í hinum tveimur leikjunum sem töpuðust báðir. Óvænta stjarnan: Arnór Þór Gunnarsson eignaði sér hægri hornastöðuna í þessu móti og skilaði 3,7 mörk í leik úr henni. Fyrsta mótið hjá: Guðmundur Hólmar Helgason. Síðasta mótið hjá: Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson Alexander Petersson var langt frá því að vera sáttur.Getty/Simon Hofmann Viðtalið: „Við vorum að spila eins og litlir krakkar" „Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson við Vísi eftir níu marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum. „Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik og frá þriðju mínútu til 21. mínútu þá voru alltaf margir tapaðir bolta hjá okkur og við vorum að spila eins og litlir krakkar. Ég ekki af hverju. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og við vorum tilbúnir í leikinn. Svo lítum við bara út eins og við höfum aldrei spilað handbolta áður," sagði Alexander. „Ég vil bið þjóðina afsökunar á þessari frammistöðu okkar í kvöld. Þetta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið. Vörnin okkar í síðustu leikjum var eins og við værum að spila í 4. flokki. Við vorum bara tvisvar sinnum minni en hinir í bæði hausnum og hjartanu. Kannski var of mikil pressa á liðinu að vinna en ég vil ekki nota það sem afsökun," sagði Alexander. Ólafur Guðmundsson átti þarna mjög fínt mót með íslenska landsliðinu.Getty/Nikola Krstic EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 14 mörk og fína skotnýtingu. Hann fór fyrir liðinu í lokaleiknum þegar það vantaði svo mikið upp á hjá svo mörgum. Óvænta stjarnan: Ólafur Guðmundsson átti sitt besta stórmót og skilaði 4,7 mörkum að meðaltali í leik. Hann var markahæstur ásamt Guðjóni Val. Þar munaði miklu um frammistöðu hans í fyrsta leik þar sem hann var markahæstur í sigri á Svíum. Fyrsta mótið hjá: Ágúst Elí Björgvinsson og Ýmir Örn Gíslason. Síðasta mótið hjá: Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason. Guðjón Valur Sigurðsson átti enn eitt góða stórmótið með íslenska landsliðinu.epa/Robert Ghement Viðtalið: Undarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann eftir lokaleikinn Viðtal við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir níu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Tvö Evrópumót deila níunda sætinu en það eru EM í Póllandi 2016 og EM 2018. Bæði mótin byrjuðu vel en voru síðan stutt í annan endann. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þrettánda sæti á báðum þessum mótum og leikirnir urðu aðeins þrír. Mótin eiga það sameiginlegt að hafa keyrt upp allar væntingar með frábærum sigri í fyrsta leik en enduðu síðan á því að slæm staða í innbyrðis leikjum kostaði íslenska liðið sæti í milliriðlinum. Evrópumótið í Pólland fyrir átta árum byrjaði með eins marks sigri á Norðmönnum, 26-25, og útlitið því nokkuð bjart. Það breyttist hins vegar þegar íslenska liðið tapaði á móti Hvít-Rússum í næsta leik. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar 22 mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 14-19. Norðmenn unnu Króata og því blasti við úrslitaleikur við Króata um sæti í milliriðlinum. Íslensku strákarnir steinlágu þar með níu marka mun, 37-28, og sátu eftir á innbyrðis leik á móti Hvít-Rússum. Norðmenn unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og fóru alla leið í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu á móti verðandi Evrópumeisturum Þjóðverja. Evrópumótið í Króatíu fyrir sex árum byrjaði líka á sigri, nú tveggja marka sigri á Svíum, 26-24. Íslenska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og keyrði yfir sænska liðið fyrir hlé. Sjö marka tap á móti Króötum í öðrum leiknum, 22-29, þýddi úrslitaleik á móti Serbum í lokaleik. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri en tapaði á endanum með þiggja marka mun, 29-26. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar sautján mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 6-13. Serbarnir fóru síðan áfram á innbyrðis viðureignum. Svíarnir unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og enduðu á því að fara alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir reyndar töpuðu á móti Spánverjum. Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í hægra horninu á þessum tíma.Getty/TF-Images EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í fyrsta leik (8 mörk og 6 stoðsendingar) en hræðilega í þeim síðasta (0 mörk úr 5 skotum). Hann var besti leikmaður íslenska liðsins og liðið fór svolítið eins langt og hann tók það. Aron fór fyrir íslenska liðinu í sigurleiknum á móti Norðmönnum þar sem hann skoraði sjö mörk með langskotum. Hann skoraði þó aðeins þrjú mörk fyrir utan samanlagt í hinum tveimur leikjunum sem töpuðust báðir. Óvænta stjarnan: Arnór Þór Gunnarsson eignaði sér hægri hornastöðuna í þessu móti og skilaði 3,7 mörk í leik úr henni. Fyrsta mótið hjá: Guðmundur Hólmar Helgason. Síðasta mótið hjá: Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson Alexander Petersson var langt frá því að vera sáttur.Getty/Simon Hofmann Viðtalið: „Við vorum að spila eins og litlir krakkar" „Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson við Vísi eftir níu marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum. „Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik og frá þriðju mínútu til 21. mínútu þá voru alltaf margir tapaðir bolta hjá okkur og við vorum að spila eins og litlir krakkar. Ég ekki af hverju. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og við vorum tilbúnir í leikinn. Svo lítum við bara út eins og við höfum aldrei spilað handbolta áður," sagði Alexander. „Ég vil bið þjóðina afsökunar á þessari frammistöðu okkar í kvöld. Þetta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið. Vörnin okkar í síðustu leikjum var eins og við værum að spila í 4. flokki. Við vorum bara tvisvar sinnum minni en hinir í bæði hausnum og hjartanu. Kannski var of mikil pressa á liðinu að vinna en ég vil ekki nota það sem afsökun," sagði Alexander. Ólafur Guðmundsson átti þarna mjög fínt mót með íslenska landsliðinu.Getty/Nikola Krstic EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 14 mörk og fína skotnýtingu. Hann fór fyrir liðinu í lokaleiknum þegar það vantaði svo mikið upp á hjá svo mörgum. Óvænta stjarnan: Ólafur Guðmundsson átti sitt besta stórmót og skilaði 4,7 mörkum að meðaltali í leik. Hann var markahæstur ásamt Guðjóni Val. Þar munaði miklu um frammistöðu hans í fyrsta leik þar sem hann var markahæstur í sigri á Svíum. Fyrsta mótið hjá: Ágúst Elí Björgvinsson og Ýmir Örn Gíslason. Síðasta mótið hjá: Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason. Guðjón Valur Sigurðsson átti enn eitt góða stórmótið með íslenska landsliðinu.epa/Robert Ghement Viðtalið: Undarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann eftir lokaleikinn Viðtal við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón.
EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8
EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Sjá meira