„Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2024 14:00 Taskan var illa brotin þegar hún birtist á færibandinu. Kristján Pétursson „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. Kristján setti sig í samband við fréttastofu í morgun, þegar hann las frétt Vísis um raunir Sverris Jörstad Sverrissonar, sem einnig varð fyrir farangurstjóni rétt fyrir árslok 2023. Kristján var farþegi í jómfrúarflugi Play til Fuerteventura, einnar af Kanaríeyjunum, 20. desember síðasliðinn en þegar á áfangastað var komið fékk hann töskuna úr frakt illa brotna. Hann sá þann kost einan í stöðunni að kaupa nýja tösku. Flogið var heim 27. desember og þegar heim var komið setti Kristján sig í samband við Play. Sagði hann frá óförum síðum og óskaði eftir því að Play endurgreiddi honum nýju töskuna, um 16 þúsund krónur. Hann fékk eftirfarandi svar frá Play: „Meginreglan er sú að farþegar tilkynni tjón sitt sem allra fyrst eftir lendingu. Ábyrgð flyst frá flugrekanda yfir á farþegann við móttöku á farangri. Ef, af einhverjum ástæðum, farþegi sér ekki tjónið strax við móttöku á flugvellinum, þá hafa farþegar að hámarki 7 daga frá móttöku farangurs við lendingu til að tilkynna tjón sitt skv. Montreal Samningnum sem flugfélög vinna eftir og hefur verið innleiddur á Íslandi. Þar sem meira en 7 dagar eru liðnir frá því að þú lentir, þá getum við því miður ekki tekið kröfu þína til afgreiðslu.“ Reyndi hvað hann gat til að tilkynna tjónið Þetta þótti Kristjáni nokkuð súrt enda hafði hann ekki eingöngu látið fylgja myndir af gömlu töskunni og kvittunina fyrir þeirri nýju, heldur einnig tjónaskýrslu sem honum var bent á að fylla út á flugvellinum. Og þar með er ekki öll sagan sögð, því eins og Kristján útskýrði í framhaldspósti til Play reyndi hann hvað hann gat að fylla út tilkynningu til Play á flugvellinum en hlekkurinn á heimasíðu Play var óvirkur og er raunar enn þegar þetta er skrifað. Þá reyndi hann einnig að fylla út þjónustubeiðni en þar var ekki hægt að velja áfangastaðinn Fuerteventura. Lét hann skjáskot fylgja seinni póstinum þessu til staðfestingar. Skjáskot af heimasíðu Play. Hlekkurinn er enn óvirkur. Kristján bíður enn svara og segist ekki munu sætta sig við þessi málalok. „Þetta eru ekkert miklir fjármunir, ný taska kostaði mig bara 16 þúsund kall, en manni finnst bara sanngjarnt að þeir bregðist við fyrst þeir mölvuðu töskuna,“ segir hann. Hann bendir einnig á að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að vera í miklum netsamskiptum erlendis í miðju jólafríi, sem hann hafi þó þurft að gera hlé á til að ferðast nokkurn spöl og útvega sér nýja tösku. „Ég reyndi allt sem ég gat á flugvellinum. Þetta var þeirra heimasíða sem virkaði ekki og ég er með sannanir fyrir því hvernig þetta var bara allt í ólagi hjá þeim. Svo er enginn sveigjanleiki hjá þeim... það voru jól og áramót og hvað átti ég að gera í fríinu ekki með tölvu?“ Hann hyggist hiklaust leita réttar síns. Play Neytendur Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Kristján setti sig í samband við fréttastofu í morgun, þegar hann las frétt Vísis um raunir Sverris Jörstad Sverrissonar, sem einnig varð fyrir farangurstjóni rétt fyrir árslok 2023. Kristján var farþegi í jómfrúarflugi Play til Fuerteventura, einnar af Kanaríeyjunum, 20. desember síðasliðinn en þegar á áfangastað var komið fékk hann töskuna úr frakt illa brotna. Hann sá þann kost einan í stöðunni að kaupa nýja tösku. Flogið var heim 27. desember og þegar heim var komið setti Kristján sig í samband við Play. Sagði hann frá óförum síðum og óskaði eftir því að Play endurgreiddi honum nýju töskuna, um 16 þúsund krónur. Hann fékk eftirfarandi svar frá Play: „Meginreglan er sú að farþegar tilkynni tjón sitt sem allra fyrst eftir lendingu. Ábyrgð flyst frá flugrekanda yfir á farþegann við móttöku á farangri. Ef, af einhverjum ástæðum, farþegi sér ekki tjónið strax við móttöku á flugvellinum, þá hafa farþegar að hámarki 7 daga frá móttöku farangurs við lendingu til að tilkynna tjón sitt skv. Montreal Samningnum sem flugfélög vinna eftir og hefur verið innleiddur á Íslandi. Þar sem meira en 7 dagar eru liðnir frá því að þú lentir, þá getum við því miður ekki tekið kröfu þína til afgreiðslu.“ Reyndi hvað hann gat til að tilkynna tjónið Þetta þótti Kristjáni nokkuð súrt enda hafði hann ekki eingöngu látið fylgja myndir af gömlu töskunni og kvittunina fyrir þeirri nýju, heldur einnig tjónaskýrslu sem honum var bent á að fylla út á flugvellinum. Og þar með er ekki öll sagan sögð, því eins og Kristján útskýrði í framhaldspósti til Play reyndi hann hvað hann gat að fylla út tilkynningu til Play á flugvellinum en hlekkurinn á heimasíðu Play var óvirkur og er raunar enn þegar þetta er skrifað. Þá reyndi hann einnig að fylla út þjónustubeiðni en þar var ekki hægt að velja áfangastaðinn Fuerteventura. Lét hann skjáskot fylgja seinni póstinum þessu til staðfestingar. Skjáskot af heimasíðu Play. Hlekkurinn er enn óvirkur. Kristján bíður enn svara og segist ekki munu sætta sig við þessi málalok. „Þetta eru ekkert miklir fjármunir, ný taska kostaði mig bara 16 þúsund kall, en manni finnst bara sanngjarnt að þeir bregðist við fyrst þeir mölvuðu töskuna,“ segir hann. Hann bendir einnig á að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að vera í miklum netsamskiptum erlendis í miðju jólafríi, sem hann hafi þó þurft að gera hlé á til að ferðast nokkurn spöl og útvega sér nýja tösku. „Ég reyndi allt sem ég gat á flugvellinum. Þetta var þeirra heimasíða sem virkaði ekki og ég er með sannanir fyrir því hvernig þetta var bara allt í ólagi hjá þeim. Svo er enginn sveigjanleiki hjá þeim... það voru jól og áramót og hvað átti ég að gera í fríinu ekki með tölvu?“ Hann hyggist hiklaust leita réttar síns.
Play Neytendur Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent