8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:01 Alfreð Gíslason stýrði íslenska landsliðnu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Noregi 2008. Hann hætti með liðið eftir mótið. Getty/Lars Baron Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir átta daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Áttunda sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Noregi árið 2008. Þetta er mót sem olli talsverðum vonbrigðum en seinna sama ár náði íslenska landsliðið sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking. Nokkrum mánuðum fyrir ævintýri „stórasta lands í heimi“ í Kína gengu hlutirnir þó ekki alveg upp. Íslenska landsliðið átti nefnilega þungt og þrúgað Evrópumót í Noregi í janúar 2008. Þetta var enn eitt dæmið um það að pressan og væntingarnar voru of miklar. Það leit út eins og íslenska liðið hafi bara farið á taugum. Sverre Jakobsson í baráttu um boltann.Getty/Lars Baron Íslenska tapaði fyrsti leiknum á mótinu á móti Svíum þar sem íslenska liðið kolféll alveg á prófinu. Það munaði reyndar bara fimm mörkum á liðunum í lokin en um tíma voru Svíar tíu mörkum yfir. Sigur á Slóvökum tryggði liðinu sæti í milliriðlinum en þar tapaði liðið illa á móti Þjóðverjum í fyrsta leik þar sem landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson talaði um að þeir hafi verið eins og strákar í fimmta flokki. Flottur sigur á Ungverjum gaf smá von en íslenska liðið fylgdi því ekki og steinlá í lokaleiknum á móti Spánverjum með sjö marka mun. Íslenska liðið endaði í neðsta sæti milliriðilsins og varð í ellefta sæti þegar mótið var gert upp. Það var ekki aðeins sú staðreynd að liðið vann bara tvo af sex leikjum sínum heldur átti liðið sjaldan möguleika á sigri í þessum tapleikjum. Þetta var síðasta mót liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Guðmundur Guðmundsson tók aftur við liðinu eftir fjögurra ára fjarveru sem aðalþjálfari. Íslenska liðið átti svakalega endurkomu seinna þetta sama ár og strákarnir okkar komu Íslandi í sögubækurnar sem fámennasta þjóðin til að vinna Ólympíuverðlaun í liðakeppni. Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af mörkum sínum í sigrinum á Ungverjum.Getty/Lars Baron EM í Noregi 2008 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Alfreð Gíslason (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (36-28) Versti leikur: Tap fyrir Þýskalandi (27-35) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðssn 34/6 Snorri Steinn Guðjónsson 28/6 Alexander Petersson 20 Ólafur Stefánsson 19/6 Róbert Gunnarsson 15 Logi Geirsson 15/1 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var meðal tíu hæstu á Evrópumótinu í bæði mörkum og stoðsendingum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins en hann var með 34 mörk og 22 stoðsendingar í leikjunum sex. Óvænta stjarnan: Engin sérstök en Snorri Steinn Guðjónsson sýndi styrk sinn í síðustu tveimur leikjunum þegar þyngst var yfir íslenska liðinu og skoraði 18 af 28 mörkum sínum í mótinu í þessum tveimur leikjum á móti Ungverjum og Spánverjum. Fyrsta mótið hjá: Bjarni Fritzson og Hannes Jón Jónsson. Síðasta mótið hjá: Birkir Ívar Guðmundsson og Einar Hólmgeirsson. Spánverjinn Ruben Garabaya labbar hér í gegnum íslensku vörnina án þess að Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Vignir Svavarsson og Ólafur Stefánsson komi vörnum við.Getty/Lars Baron Viðtalið: „Eigum hver og einn að skammast okkar“ Ólafur Stefánsson fyrirliði var að vonum ekki sáttur við frammistöðu landsliðsins á EM og sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið. „Maður skammast sín bara eftir þetta mót. Ég hef gott af því og fleiri ættu líka að skammast sín og þeir taka það til sín sem eiga það. Menn eiga að skammast sín fyrir þetta mót. Ef menn eru lélegir þá eiga menn bara að viðurkenna það. Við erum miklu betri en þetta og bilið sem var á milli okkar og annarra liða í mótinu er ekki í lagi. Það verður hver og einn að vinna í sínum málum og þá er ég að tala um alla og þjálfarinn er þar meðtalinn,“ sagði Ólafur ákveðinn. „Ég tek á mig mína ábyrgð enda fyrirliði sem á að draga vagninn. Við misstum dampinn eftir fyrsta leikinn. Menn verða líka að kunna að spila með kúkinn í buxunum en það þarf ákveðinn þroska til þess sem tekur oft mörg ár að ná. Menn geta ekki bara spilað vel þegar allt er í bullandi gangi. Það vantar hjá ákveðnum leikmönnum í dag,“ sagði Ólafur. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir átta daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Áttunda sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Noregi árið 2008. Þetta er mót sem olli talsverðum vonbrigðum en seinna sama ár náði íslenska landsliðið sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking. Nokkrum mánuðum fyrir ævintýri „stórasta lands í heimi“ í Kína gengu hlutirnir þó ekki alveg upp. Íslenska landsliðið átti nefnilega þungt og þrúgað Evrópumót í Noregi í janúar 2008. Þetta var enn eitt dæmið um það að pressan og væntingarnar voru of miklar. Það leit út eins og íslenska liðið hafi bara farið á taugum. Sverre Jakobsson í baráttu um boltann.Getty/Lars Baron Íslenska tapaði fyrsti leiknum á mótinu á móti Svíum þar sem íslenska liðið kolféll alveg á prófinu. Það munaði reyndar bara fimm mörkum á liðunum í lokin en um tíma voru Svíar tíu mörkum yfir. Sigur á Slóvökum tryggði liðinu sæti í milliriðlinum en þar tapaði liðið illa á móti Þjóðverjum í fyrsta leik þar sem landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson talaði um að þeir hafi verið eins og strákar í fimmta flokki. Flottur sigur á Ungverjum gaf smá von en íslenska liðið fylgdi því ekki og steinlá í lokaleiknum á móti Spánverjum með sjö marka mun. Íslenska liðið endaði í neðsta sæti milliriðilsins og varð í ellefta sæti þegar mótið var gert upp. Það var ekki aðeins sú staðreynd að liðið vann bara tvo af sex leikjum sínum heldur átti liðið sjaldan möguleika á sigri í þessum tapleikjum. Þetta var síðasta mót liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Guðmundur Guðmundsson tók aftur við liðinu eftir fjögurra ára fjarveru sem aðalþjálfari. Íslenska liðið átti svakalega endurkomu seinna þetta sama ár og strákarnir okkar komu Íslandi í sögubækurnar sem fámennasta þjóðin til að vinna Ólympíuverðlaun í liðakeppni. Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af mörkum sínum í sigrinum á Ungverjum.Getty/Lars Baron EM í Noregi 2008 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Alfreð Gíslason (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (36-28) Versti leikur: Tap fyrir Þýskalandi (27-35) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðssn 34/6 Snorri Steinn Guðjónsson 28/6 Alexander Petersson 20 Ólafur Stefánsson 19/6 Róbert Gunnarsson 15 Logi Geirsson 15/1 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var meðal tíu hæstu á Evrópumótinu í bæði mörkum og stoðsendingum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins en hann var með 34 mörk og 22 stoðsendingar í leikjunum sex. Óvænta stjarnan: Engin sérstök en Snorri Steinn Guðjónsson sýndi styrk sinn í síðustu tveimur leikjunum þegar þyngst var yfir íslenska liðinu og skoraði 18 af 28 mörkum sínum í mótinu í þessum tveimur leikjum á móti Ungverjum og Spánverjum. Fyrsta mótið hjá: Bjarni Fritzson og Hannes Jón Jónsson. Síðasta mótið hjá: Birkir Ívar Guðmundsson og Einar Hólmgeirsson. Spánverjinn Ruben Garabaya labbar hér í gegnum íslensku vörnina án þess að Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Vignir Svavarsson og Ólafur Stefánsson komi vörnum við.Getty/Lars Baron Viðtalið: „Eigum hver og einn að skammast okkar“ Ólafur Stefánsson fyrirliði var að vonum ekki sáttur við frammistöðu landsliðsins á EM og sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið. „Maður skammast sín bara eftir þetta mót. Ég hef gott af því og fleiri ættu líka að skammast sín og þeir taka það til sín sem eiga það. Menn eiga að skammast sín fyrir þetta mót. Ef menn eru lélegir þá eiga menn bara að viðurkenna það. Við erum miklu betri en þetta og bilið sem var á milli okkar og annarra liða í mótinu er ekki í lagi. Það verður hver og einn að vinna í sínum málum og þá er ég að tala um alla og þjálfarinn er þar meðtalinn,“ sagði Ólafur ákveðinn. „Ég tek á mig mína ábyrgð enda fyrirliði sem á að draga vagninn. Við misstum dampinn eftir fyrsta leikinn. Menn verða líka að kunna að spila með kúkinn í buxunum en það þarf ákveðinn þroska til þess sem tekur oft mörg ár að ná. Menn geta ekki bara spilað vel þegar allt er í bullandi gangi. Það vantar hjá ákveðnum leikmönnum í dag,“ sagði Ólafur.
EM í Noregi 2008 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Alfreð Gíslason (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (36-28) Versti leikur: Tap fyrir Þýskalandi (27-35) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðssn 34/6 Snorri Steinn Guðjónsson 28/6 Alexander Petersson 20 Ólafur Stefánsson 19/6 Róbert Gunnarsson 15 Logi Geirsson 15/1
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti