Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 12:07 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/einar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum.
Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06