„Við erum bara að vinna vinnuna“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 14:24 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Vísi milli funda að lítið hafi breyst í viðræðum samtakanna við breiðfylkingu innan ASÍ, með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum, frá því í gær. „Við erum bara að vinna vinnuna.“ Það sem af er degi hafi viðræður helst snúist um launalið kjarasamninga sem nú eru í vinnslu, en greint hefur verið frá því að stefnt sé að fjögurra ára samningi. Hún segist ekkert vilja gefa upp um tölur eða kröfur í þeim efnum að svo stöddu. „Það skiptir svo miklu máli núna að það eru allir í þessu af einlægni, við erum með sameiginleg markmið og við erum að huga að langtímakjarasamningi. Því fylgir auðvitað að það er í mörg horn að líta og það er einlægur samstarfsvilji.“ Mikilvægt að allir axli ábyrgð Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á það að stjórnvöld komi að samningaborðinu. Sigríður Margrét segir að SA hafi ekki lagt áherslu á það að stjórnvöld komi með beinum hætti að samningaviðræðum. „Við höfum lagt áherslu á það að þegar það er verið að vinna að þessu stóra verkefni, sem er efnahagslegur stöðugleiki, þá þurfi allir að axla ábyrgð.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. 3. janúar 2024 12:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Vísi milli funda að lítið hafi breyst í viðræðum samtakanna við breiðfylkingu innan ASÍ, með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum, frá því í gær. „Við erum bara að vinna vinnuna.“ Það sem af er degi hafi viðræður helst snúist um launalið kjarasamninga sem nú eru í vinnslu, en greint hefur verið frá því að stefnt sé að fjögurra ára samningi. Hún segist ekkert vilja gefa upp um tölur eða kröfur í þeim efnum að svo stöddu. „Það skiptir svo miklu máli núna að það eru allir í þessu af einlægni, við erum með sameiginleg markmið og við erum að huga að langtímakjarasamningi. Því fylgir auðvitað að það er í mörg horn að líta og það er einlægur samstarfsvilji.“ Mikilvægt að allir axli ábyrgð Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á það að stjórnvöld komi að samningaborðinu. Sigríður Margrét segir að SA hafi ekki lagt áherslu á það að stjórnvöld komi með beinum hætti að samningaviðræðum. „Við höfum lagt áherslu á það að þegar það er verið að vinna að þessu stóra verkefni, sem er efnahagslegur stöðugleiki, þá þurfi allir að axla ábyrgð.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. 3. janúar 2024 12:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. 3. janúar 2024 12:40