Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:31 Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember og er nú á leið á sitt fyrsta stórmót. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi. Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“ Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“
Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira