Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 20:00 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir skjálftann sem varð í gær þýða lítið sem ekki neitt. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll. Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll.
Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira