6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2024 12:10 Arnór Atlason átti gott mót með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu 2012. EPA/GEORGI LICOVSKI Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir sex daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Sjötta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Serbíu árið 2012. Íslenska liðið hafði náð frábærum árangri á síðustu þremur stórmótum sínum á undan þessu, varð í öðru sæti á ÓL 2008, vann bronsverðlaun á EM 2010 og endaði í sjötta sæti á HM ári áður. Þetta er hins vegar mót sem stóð ekki undir væntingum sem engu að síður voru dottnar talsvert mikið niður þegar kom að mótinu í janúar. Íslenska liðið varð nefnilega fyrir áföllum í kringum EM 2012, bæði fyrir og inn á mótinu. Liðið fór út án helstu leiðtoga liðsins, Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar, og þá var Alexander Petersson meiddur og gat ekki spilað í milliriðlinum. Liðið var einnig svo gott sem án lykilmannsins Ingimundar Ingimundarsonar í varnarleiknum því hann gat lítið beitt sér. Hér taka Ungverjar hart á Róberti Gunnarssyni á línunni.EPA/GEORGI LICOVSKI Sóknarleikurinn var engu að síður magnaður þar sem Guðjón Valur fór á kostum í vinstri horninu og þeir Aron Pálmarsson og Arnór Atlason voru mjög góðir fyrir utan. Arnór kom að 46 mörkum (21 mark og 25 stoðsendingar) og Aron kom að 44 mörkum (22 mörk og 22 stoðsendingar) samkvæmt opinberri tölfræði mótsins. Það vantaði ekki mikið upp á það að liðið færi enn lengra en frammistaðan lofaði góðu fyrir næsta mót sem voru Ólympíuleikarnir í London. Vonbrigðin þar eru grátlegt tap á móti Ungverjum í átta liða úrslitum en frammistaðan í London seinna um sumarið var mögnuð engu að síður. Sigur á Noregi dugði íslenska liðinu til að komast upp úr riðlinum og íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á flottum sigri á Ungverjum. Íslenska liðið hélt síðan Frökkum fyrir neðan sig í milliriðlinum með því að gera jafntefli við Frakka í lokaleiknum. Umræðan eftir mótið var frekar jákvæð þrátt fyrir að liðið hafi bara endað í tíunda sætinu. Sætið skilaði strákunum líka inn í forkeppni Ólympíuleikana. Menn sáu möguleikana í liðinu ekki síst þegar lykilmennirnir myndu snúa aftur. Rúnar Kárason kom sterkur inn í forföllum Ólafs Stefánssonar og Alexanders Petersson.EPA/GEORGI LICOVSKI EM í Serbíu 2012 Lokastaða: 10. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (8. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (27-21) Versti leikur: Tap fyrir Slóveníu (32-34) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 41/15 Aron Pálmarsson 22 Arnór Atlason 21 Róbert Gunnarsson 18 Þórir Ólafsson 18/4 Alexander Petetsson 13 Ásgeir Örn Hallgrímsson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson spilaði sig inn í úrvalslið mótsins en hann skoraði 41 mark í sex leikjum og nýtti 65 prósent skota sína. Guðjón spilaði hverja einustu sekúndu á mótinu því hann var aldrei tekinn af velli og fékk enga brottvísun. Arnór Atlason spilaði einnig mjög vel á þessu móti sem og Aron Pálmarsson. Óvænta stjarnan: Rúnar Kárason kom inn í þrjá síðustu leikina og skoraði þá 9 mörk þar af sjö þeirra úr langskotum. Hann var valinn maður leiksins hjá Íslandi í síðustu tveimur leikjunum en í jafnteflinu á móti Frökkum í lokaleiknum þá skoraði hann fjögur flott mörk. Fyrsta mótið hjá: Ólafur Bjarki Ragnarsson, Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson. Síðasta mótið hjá: Ólafur Bjarki Ragnarsson. Guðjón Valur Sigurðsson var fyrirliði íslenska liðsins í forföllum Ólafs Stefánssonar. EPA/PACO PUENTES Viðtalið: „Enginn úti að aka í þessu móti“ Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð sáttur eftir skrautlegt EM í viðtali við Fréttablaðið. „Það hefði verið mjög gaman að vinna. Við vorum að spila frábærlega og ég hélt við værum með þá. Þeir eru bara með svo mikið stórskotalið að það er enginn hægðarleikur að klára þá,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir lokaleik Íslands á EM sem endaði með jafntefli gegn Frökkum. „Þetta hefur verið svolítið skrítið mót. Ég var sáttur við Króataleikinn en ekki úrslitin. Var ósáttur við Noregsleikinn en sáttur við úrslitin og Slóveníu-leikurinn var ekki nógu góður. Ungverjaleikurinn frábær og Spánverjarnir voru of sterkir. Mér finnst við vera að gera nokkuð vel úr því sem höfum,“ sagði Guðjón Valur. Liðið var án Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar í Serbíu og svo var Alexander Petersson meiddur og tók vart þátt. Ingimundur Ingimundarson var einnig meiddur og lék takmarkað. „Strákarnir sem hafa komið inn hafa staðið sig mjög vel. Svo sé maður samt þessa skrokka sem eru að koma inn hjá hinum þjóðunum og maður hugsar bara hvað sé eiginlega verið að gefa þeim að borða. Við erum kannski að lenda aðeins á eftir þar. Ég er gríðarlega ánægður með hvernig Bjöggi og vörnin rifu sig upp þó svo það vanti Ingimund og Alexander,“ sagði Guðjón. „Sóknin var mjög góð allt mótið þó svo okkur hafi vantað lykilmenn. Rúnar hefur komið gríðarskemmtilega inn hjá okkur. Kári er sterkur og Ásgeir að axla meiri ábyrgð. Lykilmenn líka að standa sig vel. Það er ekki hægt að segja um neinn að hann hafi verið úti að aka í þessu móti. Flest var á uppleið í þessu móti og við erum nokkuð sáttir.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir sex daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Sjötta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Serbíu árið 2012. Íslenska liðið hafði náð frábærum árangri á síðustu þremur stórmótum sínum á undan þessu, varð í öðru sæti á ÓL 2008, vann bronsverðlaun á EM 2010 og endaði í sjötta sæti á HM ári áður. Þetta er hins vegar mót sem stóð ekki undir væntingum sem engu að síður voru dottnar talsvert mikið niður þegar kom að mótinu í janúar. Íslenska liðið varð nefnilega fyrir áföllum í kringum EM 2012, bæði fyrir og inn á mótinu. Liðið fór út án helstu leiðtoga liðsins, Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar, og þá var Alexander Petersson meiddur og gat ekki spilað í milliriðlinum. Liðið var einnig svo gott sem án lykilmannsins Ingimundar Ingimundarsonar í varnarleiknum því hann gat lítið beitt sér. Hér taka Ungverjar hart á Róberti Gunnarssyni á línunni.EPA/GEORGI LICOVSKI Sóknarleikurinn var engu að síður magnaður þar sem Guðjón Valur fór á kostum í vinstri horninu og þeir Aron Pálmarsson og Arnór Atlason voru mjög góðir fyrir utan. Arnór kom að 46 mörkum (21 mark og 25 stoðsendingar) og Aron kom að 44 mörkum (22 mörk og 22 stoðsendingar) samkvæmt opinberri tölfræði mótsins. Það vantaði ekki mikið upp á það að liðið færi enn lengra en frammistaðan lofaði góðu fyrir næsta mót sem voru Ólympíuleikarnir í London. Vonbrigðin þar eru grátlegt tap á móti Ungverjum í átta liða úrslitum en frammistaðan í London seinna um sumarið var mögnuð engu að síður. Sigur á Noregi dugði íslenska liðinu til að komast upp úr riðlinum og íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á flottum sigri á Ungverjum. Íslenska liðið hélt síðan Frökkum fyrir neðan sig í milliriðlinum með því að gera jafntefli við Frakka í lokaleiknum. Umræðan eftir mótið var frekar jákvæð þrátt fyrir að liðið hafi bara endað í tíunda sætinu. Sætið skilaði strákunum líka inn í forkeppni Ólympíuleikana. Menn sáu möguleikana í liðinu ekki síst þegar lykilmennirnir myndu snúa aftur. Rúnar Kárason kom sterkur inn í forföllum Ólafs Stefánssonar og Alexanders Petersson.EPA/GEORGI LICOVSKI EM í Serbíu 2012 Lokastaða: 10. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (8. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (27-21) Versti leikur: Tap fyrir Slóveníu (32-34) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 41/15 Aron Pálmarsson 22 Arnór Atlason 21 Róbert Gunnarsson 18 Þórir Ólafsson 18/4 Alexander Petetsson 13 Ásgeir Örn Hallgrímsson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson spilaði sig inn í úrvalslið mótsins en hann skoraði 41 mark í sex leikjum og nýtti 65 prósent skota sína. Guðjón spilaði hverja einustu sekúndu á mótinu því hann var aldrei tekinn af velli og fékk enga brottvísun. Arnór Atlason spilaði einnig mjög vel á þessu móti sem og Aron Pálmarsson. Óvænta stjarnan: Rúnar Kárason kom inn í þrjá síðustu leikina og skoraði þá 9 mörk þar af sjö þeirra úr langskotum. Hann var valinn maður leiksins hjá Íslandi í síðustu tveimur leikjunum en í jafnteflinu á móti Frökkum í lokaleiknum þá skoraði hann fjögur flott mörk. Fyrsta mótið hjá: Ólafur Bjarki Ragnarsson, Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson. Síðasta mótið hjá: Ólafur Bjarki Ragnarsson. Guðjón Valur Sigurðsson var fyrirliði íslenska liðsins í forföllum Ólafs Stefánssonar. EPA/PACO PUENTES Viðtalið: „Enginn úti að aka í þessu móti“ Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð sáttur eftir skrautlegt EM í viðtali við Fréttablaðið. „Það hefði verið mjög gaman að vinna. Við vorum að spila frábærlega og ég hélt við værum með þá. Þeir eru bara með svo mikið stórskotalið að það er enginn hægðarleikur að klára þá,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir lokaleik Íslands á EM sem endaði með jafntefli gegn Frökkum. „Þetta hefur verið svolítið skrítið mót. Ég var sáttur við Króataleikinn en ekki úrslitin. Var ósáttur við Noregsleikinn en sáttur við úrslitin og Slóveníu-leikurinn var ekki nógu góður. Ungverjaleikurinn frábær og Spánverjarnir voru of sterkir. Mér finnst við vera að gera nokkuð vel úr því sem höfum,“ sagði Guðjón Valur. Liðið var án Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar í Serbíu og svo var Alexander Petersson meiddur og tók vart þátt. Ingimundur Ingimundarson var einnig meiddur og lék takmarkað. „Strákarnir sem hafa komið inn hafa staðið sig mjög vel. Svo sé maður samt þessa skrokka sem eru að koma inn hjá hinum þjóðunum og maður hugsar bara hvað sé eiginlega verið að gefa þeim að borða. Við erum kannski að lenda aðeins á eftir þar. Ég er gríðarlega ánægður með hvernig Bjöggi og vörnin rifu sig upp þó svo það vanti Ingimund og Alexander,“ sagði Guðjón. „Sóknin var mjög góð allt mótið þó svo okkur hafi vantað lykilmenn. Rúnar hefur komið gríðarskemmtilega inn hjá okkur. Kári er sterkur og Ásgeir að axla meiri ábyrgð. Lykilmenn líka að standa sig vel. Það er ekki hægt að segja um neinn að hann hafi verið úti að aka í þessu móti. Flest var á uppleið í þessu móti og við erum nokkuð sáttir.“
EM í Serbíu 2012 Lokastaða: 10. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (8. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Ungverjalandi (27-21) Versti leikur: Tap fyrir Slóveníu (32-34) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 41/15 Aron Pálmarsson 22 Arnór Atlason 21 Róbert Gunnarsson 18 Þórir Ólafsson 18/4 Alexander Petetsson 13 Ásgeir Örn Hallgrímsson 13
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00