Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2024 07:01 Flugvélin sem ferjaði Íslendinga heim frá Kanaríeyjunum á mánudag var sú eina í eigu Icelandair sem ekki er með afþreyingarkerfi. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“ Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“
Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira