Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til félagsmálaráðherra Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa 5. janúar 2024 17:00 Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar