Sýpur seyðið af árás á dómara Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 17:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði. Bandaríkin Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði.
Bandaríkin Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira