Svartfellingar eru meðal mótherja Íslands í C-riðli á Evrópumótinu í handbolta hefst í næstu viku en liðin sem keppa á mótinu eru nú í óðaönn að slípa sig saman áður en mótið hefst. Slóvenar munu leika í B-riðli ásamt Norðmönnum, Færeyingum og Pólverjum.
Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik náðu Slóvenar upp fjögurra marka forskoti áður en flautað var til hálfleiks og staðan 19-15 þeim í vil.
Svartfellingar náðu að halda stöðunni í horfinu til að byrja með en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn hertu Slóvenar tök sín á leiknum og náðu mest átta marka forskoti og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi, lokatölur 37-32.
Þetta var síðasti æfingaleikur Svartfellinga fyrir Evrópumótið en fyrsti leikur liðsins í riðlinum er eftir viku, 12. janúar, þegar liðið mætir Ungverjalandi.