Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 12:45 Ef marka má samtal Katrínar og Sonju eru fundir um framhald kjaraviðræðna á næsta leiti. „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira