Sjálftaka eða gertæki Sigurður H. Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 07:31 Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun