Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 10:01 Arnar Freyr Arnarsson veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun eftir sigur gegn Færeyjum í nóvember, íklæddur búningnum eftirsótta. vísir/Hulda Margrét Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi. Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira