Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 10:56 Terje Aasland er olíu- og orkumálaráðherra í Noregi. Málið er á hans borði. Vísir/EPA Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins. Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins.
Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira