Enn tveimur skrefum frá sameiningu skólanna Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 16:02 Eyjólfur segir að ef verði af sameiningu geti verið raunhæft að horfa til næstu áramóta. Háskólinn á Akureyri Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, greindi frá sameiningunni að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. Verði af sameiningu þessara tveggja háskóla yrði til næststærsti háskóli landsins. „Við erum búin að skoða niðurstöður fýsileikakönnunar. Fýsileikakönnun þýðir að fólk sest niður og ræðir hvort eitthvað er raunhæft. Eftir að fólk er búið að skoða það í fyrstu umferð er alveg augljóst að hægt er að ná fram markmiðum um stærri stofnun og öflugri þjónustu við íslenskt samfélag,“ segir Eyjólfur. Hann segir að svo af því verði stjórnvöld að taka þátt í því samtali og því sé næsta skref að stofnanirnar tvær fara saman til stjórnvalda til að ræða það. Þegar því er lokið og allir eru sáttir við hlutverk hvers og eins þá er tekin ákvörðun um sameiningu. „Þannig við erum tveimur skrefum frá sameiningu.“ Vilja að aðgengi sé gott Spurður hver aukinn aðkoma stjórnvalda er segir Eyjólfur að það sé þá hvernig stjórnvöld sjái fyrir sér stefnu og hlutverk sameinaðra stofnanna. „Við lítum svo á að okkar hlutverk sé að veita gott aðgengi að háskólanámi fyrir landsmenn alla og við þurfum að vera viss um að stjórnvöld séu í takt með okkur í því. Það sem kom fram í fréttatilkynningu háskólamálaráðherra erum við bjartsýn á að við séum samstíga í þeirri stefnumótum.“ Nýr skóli næstu áramót Eyjólfur segir erfitt að spá fyrir um það hversu langt samtalið verið en að hann geri ráð fyrir einhverjum vikum. Það væri best ef hægt væri að taka ákvörðunina á þessu misseri og ef verði af sameiningu væri hægt að gera ráð fyrir því að henni yrði lokið um næstu áramót. „Tímaramminn er ekki það mikilvægasta. Stefnan, markmiðið og endanlegur stuðningur stjórnvalda skiptir mestu máli. Svo finnum við tímaramma sem hentar fyrir það.“ Eyjólfur segir að hann hafi ekki fengið viðbrögð frá nemendum í dag en að þetta hafi verið unnið í samráði við starfsfólk og nemendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum gott samtal við nemendur og starfsfólk. Þetta eru breytingar og þær eru alltaf erfiðar. Sérstaklega þegar það er ekki búið að svara öllum spurningum. Eins og ég sagði áðan þá eru tvö skref eftir og fullt af spurningum ósvarað áður en ákvörðun er tekin. En það sem skiptir nemendur mestu máli núna er að við erum alltaf að tala um að hér sé opinber stofnun sem veiti aðgengi að háskólanámi á sömu kjörum og aðrar háskólastofnanir.“ Háskólar Skóla - og menntamál Akureyri Borgarbyggð Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni. 18. september 2023 12:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, greindi frá sameiningunni að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. Verði af sameiningu þessara tveggja háskóla yrði til næststærsti háskóli landsins. „Við erum búin að skoða niðurstöður fýsileikakönnunar. Fýsileikakönnun þýðir að fólk sest niður og ræðir hvort eitthvað er raunhæft. Eftir að fólk er búið að skoða það í fyrstu umferð er alveg augljóst að hægt er að ná fram markmiðum um stærri stofnun og öflugri þjónustu við íslenskt samfélag,“ segir Eyjólfur. Hann segir að svo af því verði stjórnvöld að taka þátt í því samtali og því sé næsta skref að stofnanirnar tvær fara saman til stjórnvalda til að ræða það. Þegar því er lokið og allir eru sáttir við hlutverk hvers og eins þá er tekin ákvörðun um sameiningu. „Þannig við erum tveimur skrefum frá sameiningu.“ Vilja að aðgengi sé gott Spurður hver aukinn aðkoma stjórnvalda er segir Eyjólfur að það sé þá hvernig stjórnvöld sjái fyrir sér stefnu og hlutverk sameinaðra stofnanna. „Við lítum svo á að okkar hlutverk sé að veita gott aðgengi að háskólanámi fyrir landsmenn alla og við þurfum að vera viss um að stjórnvöld séu í takt með okkur í því. Það sem kom fram í fréttatilkynningu háskólamálaráðherra erum við bjartsýn á að við séum samstíga í þeirri stefnumótum.“ Nýr skóli næstu áramót Eyjólfur segir erfitt að spá fyrir um það hversu langt samtalið verið en að hann geri ráð fyrir einhverjum vikum. Það væri best ef hægt væri að taka ákvörðunina á þessu misseri og ef verði af sameiningu væri hægt að gera ráð fyrir því að henni yrði lokið um næstu áramót. „Tímaramminn er ekki það mikilvægasta. Stefnan, markmiðið og endanlegur stuðningur stjórnvalda skiptir mestu máli. Svo finnum við tímaramma sem hentar fyrir það.“ Eyjólfur segir að hann hafi ekki fengið viðbrögð frá nemendum í dag en að þetta hafi verið unnið í samráði við starfsfólk og nemendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum gott samtal við nemendur og starfsfólk. Þetta eru breytingar og þær eru alltaf erfiðar. Sérstaklega þegar það er ekki búið að svara öllum spurningum. Eins og ég sagði áðan þá eru tvö skref eftir og fullt af spurningum ósvarað áður en ákvörðun er tekin. En það sem skiptir nemendur mestu máli núna er að við erum alltaf að tala um að hér sé opinber stofnun sem veiti aðgengi að háskólanámi á sömu kjörum og aðrar háskólastofnanir.“
Háskólar Skóla - og menntamál Akureyri Borgarbyggð Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni. 18. september 2023 12:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
„Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni. 18. september 2023 12:51