Tottenham greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínu, en breskir miðlar greina frá því að lánssamningurinn, sem gildir út tímabilið, innihaldi möguleika fyrir Tottenham að kaupa leikmanninn í sumar fyrir 15 milljónir punda.
Willkommen, Timo!
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 9, 2024
We're delighted to announce the loan signing of Timo Werner, subject to international clearance
Werner er aðdáendum ensku úrvalsdeildarinnar kunnugur, en hann lék á sínum tíma fyrir annað Lundúnalið, Chelsea. Hann gekk í raðir þeirra bláklæddu árið 2020 frá RB Leipzig og lék með liðinu í tvö ár. Hann náði aldrei að sanna sig með Chelsea, en náði þó að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu árið 2021.
Hlutverk Werner hjá Tottenham verður líklega fyrst um sinn að leysa Suður-Kóreumanninn Heung-Min Son af á vinstri kanti, sem farinn er á Asíumótið í Katar. Þá getur Werner einnig leyst stöðu framherja þar sem hann mun berjast við Richarlison um byrjunarliðssæti.