Einn hundrað áhrifamestu manna heims óttast laxeldi á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 08:00 Hinn 85 ára gamli Yvon Chouinard segist hafa heimsótt Ísland fyrst árið 1960 og síðan hafi hann eytt mörgum dögum við íslenskar laxveiðiár. Getty Rúmlega 160 umsagnir hafa borist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ein þessara umsagna barst í fyrradag og kemur frá hinum 85 ára gamla Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia. Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41
Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent