Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 99-86 | Keflavík sneri taflinu við í seinni og vann Árni Jóhannsson skrifar 10. janúar 2024 18:31 Vísir/Bára Keflvíkingar náðu að snúa við taflinu í sigurleik sínum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Sláturhúsinu í kvöld. Stólarnir frusu við jörðina sóknarlega í fjórða leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu í sigurinn. Lokatölur 99-86 og Keflvíkingar komnir upp að hlið Valsmanna sem spila á morgun. Bæði lið mættu heldur betur tilbúin til leiks í kvöld og gæti maðu trúað því að hitinn á netinu vegna núnings hafi getað orðið vandamál. Slík var hittnin í fyrsta leikhluta. Þetta gerði það að verkum að jafnvægi var á leiknum og hvorugt liðið náði að slíta sig frá. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 32-33 gestunum í vil. Tindastóll byrjaði annan leikhluta betur þegar heimamenn gátu ekki keypt sér körfu og komust í 11 stiga forskot þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 32-43. Keflvíkingar náðu að hrista af sér slenið og komust á sprett. og minnkuðu muninn niður í tvö stig 44-46. Heimamenn náðu ekki að komast yfir hólinn og taka forskotið og Stólarnir negldu niður þristum til að auka froskotið upp í átta stig en flautukarfa frá Remy Martin gerði það að verkum að munurinn var ekki nema fimm stig í hálfleik 55-58. Remy leiddi sína menn með 22 stig og Þórir Þorbjarnarson var kominn með 18 stig á þeim tímapunkti. Liðin voru með sömu skotnýtingu en þriggja stiga körfur gestanna töldu mikið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur. Náðu að jafna í 58-58 og voru svo einu stigi undir í lok þriðja leikhlta 68-69 og fengu þeir mýmörg tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Körfurnar létu á sér standa þegar mest á reyndi og Stólarnir náðu alltaf að komas fjær heimamönnum og virtust ætla ða vera með sex stiga forskot fyrir loka leikhlutann en þá steig Danero Thomas upp og negldi niður þrist þegar flautan gall og munurinn þrjú stig, 71-76. Fjórði leikhluti hófst og þá frusu gestirnir við jörðina nánast í sóknarleik liðsins. Keflvíkingar gerðu vel og stigu harðar fram varnarlega en skot sem höfðu verið að rata ofan í fyrir Tindastól neituðu hreinlega að fara ofan. Þegar skammt var til leiksloka var Keflavík að vinna leikhlutann 17-5 og komnir með forskot upp á níu stig. Þrjár mínútur voru eftir, Keflvíkingar héldu áfram og reyndu að ná innbyrðis viðureigninni aftur en að endingu náðu Tindastóll að halda henni en leikurinn endaði í 13 stiga mun, 99-86, en heimamenn hefðu þurft fimm stig í viðbót. Afhverju vann Keflavík? Þetta er blanda af því að Keflvíkingar náðu að halda sínum gæðum í sóknarleiknum, gekk vel í vörn og frystu Stólana í sínum sóknarleik. Bognuðu ekki þegar Stólarnir náðu í gott forskot og komust yfir hjallann þegar það skipti máli. Hvað gekk illa? Stólunum gekk herfilega í sóknarleiknum sínum og sérstaklega í seinni hálfleik. Stólarnir skoruðu 58 stig í fyrri hálfleiknum og ekki nema 28 stig í seinni. Það gekk hvorki né rak og þetta leit ekki vel út fyrir Skagfirðinga. Þórir Þorbjarnarson var kominn í 18 stig í fyrri hálfleik en endaði með 21 stig. Hann verður að vera holdgervingur vandræða Stólanna í þetta skiptið en það gekk samt öllum illa í sókninni. Bestir á vellinum? Remy Martin var stigahæstur á vellinum og skoraði 29 stig en 22 þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann skilaði 11 fráköstum og fann félaga sína með níu stoðsendingum. Ég nefni líka til sögunnar Jaka Brodnik sem fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði 10 stig, flest þeirra í lokin þegar heimamenn sigu framúr. Tölfræði sem vekur athygli? Í fyrri hálfleik skiptust liðin níu sinnum á forskotinu en einungis einu sinni í þeim seinni. Það var þegar Keflvíkingar komust yfir en lengi vel leit það út fyrir að það myndi ekki takast. Hvað næst? Keflavík fer á Hlíðarenda í næstu umferð og etur kappi við Valsmenn. Valur á harma að hefna en þeir töpuðu á flautukörfu frá Remy Martin í Keflavík fyrir áramót. Tindastóll tekur á móti Grindavík og það verður fróðlegt að sjá hvort Stólarnir ná að hrista af sér slenið. Svavar: Meira okkur að kenna Aðstoðarþjálfari Tindastóls, Svavar Birgisson, var til svara fyrir sitt lið. Hann var að vonum ekki kátur með úrslitin en vildi ekki hafa of miklar áhyggjur af stöðunni. Stólarnir voru með góð tök á leiknum í þrjá fjórðunga að því er virtist en hvað gerðist í lok leiksins? „Það er rétt. Við vorum með góð tök á þessu í þrjá fjórðunga en svo förum við að gera grunn mistök. Förum að hnoðast of mikið í sókninni og svo voru varnarfærslurnar að klikka og þess vegna fór þetta svona.“ Tindastóll skoraði lítið í fjórða leikhluta, ekki nema 12 stig. Hvort var það varnarleik Keflvíkinga að kenna eða sóknarleik Stólanna? „Ekki það að ég vilji gera lítið úr varnarleik Keflvíkinga þá held ég að það sé meira okkur að kenna. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Tindastóll byrjar nýja árið ekki vel. Tvö töp í röð en hafa menn einhverjar áhyggjur á Sauðárkrók? „Nei nei, við höfum nú séð þetta svartara en þetta. En jú við gætum alveg verið á betri stað en þetta.“ Pétur: Eins og að spyrja Usain Bolt afhverju hann var ekki fyrstur allt hlaupið „Okkar plan er náttúrlega er að þetta er 40 mínútna leikur. Við skiptum ansi ört inn á í seinni hálfleik og þá gátum við verið með ferskari fætur í lokin og það virkaði í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga, Pétur Ingvarss., þegar hann var spurður hvað gekk best í lok leiks. Það hlýtur að vera góðs viti að Keflavík geti rúllað liðinu svona vel og haldið gæðunum upp? „Það gekk upp í dag. Við erum með sjö manna kjarna sem spilað hefur meirihluta mínútnanna í vetur. Höfum síðan bætt við okkur Danero sem gat hjálpað okkur töluvert í þessum leik og gátum dreift mínútunum vel í kvöld.“ Keflvíkingar fengu mörg tækifæri til að ná forskotinu fyrr í seinni hálfleik og var Pétur spurður að því hvort einhverjar áhyggjur hafi læðst að honum þegar það var ekki að takast. „Auðvitað er maður alltaf hræddur um það. Þetta eru samt 40 mínútna leikur og þetta er eins og að spyrja Usain Bolt afhverju hann var ekki fyrstur allt hlaupið. Þetta virkaði vel í kvöld og ég er sáttur.“ Keflvíkingar ná alltaf, nánast, að skora 100 stig. Að auki héldu þeir Stólunum í 86 stigum í kvöld og hlýtur staðan á liðinu að vera ásættanleg. „Já, ég hefði samt viljað skora meira til að ná innbyrðis á þá. Þeir unnu okkur með 17 fyrir norðan. Það tókst ekki núna. Skoruðum ekki alveg nóg.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll
Keflvíkingar náðu að snúa við taflinu í sigurleik sínum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Sláturhúsinu í kvöld. Stólarnir frusu við jörðina sóknarlega í fjórða leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu í sigurinn. Lokatölur 99-86 og Keflvíkingar komnir upp að hlið Valsmanna sem spila á morgun. Bæði lið mættu heldur betur tilbúin til leiks í kvöld og gæti maðu trúað því að hitinn á netinu vegna núnings hafi getað orðið vandamál. Slík var hittnin í fyrsta leikhluta. Þetta gerði það að verkum að jafnvægi var á leiknum og hvorugt liðið náði að slíta sig frá. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 32-33 gestunum í vil. Tindastóll byrjaði annan leikhluta betur þegar heimamenn gátu ekki keypt sér körfu og komust í 11 stiga forskot þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 32-43. Keflvíkingar náðu að hrista af sér slenið og komust á sprett. og minnkuðu muninn niður í tvö stig 44-46. Heimamenn náðu ekki að komast yfir hólinn og taka forskotið og Stólarnir negldu niður þristum til að auka froskotið upp í átta stig en flautukarfa frá Remy Martin gerði það að verkum að munurinn var ekki nema fimm stig í hálfleik 55-58. Remy leiddi sína menn með 22 stig og Þórir Þorbjarnarson var kominn með 18 stig á þeim tímapunkti. Liðin voru með sömu skotnýtingu en þriggja stiga körfur gestanna töldu mikið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur. Náðu að jafna í 58-58 og voru svo einu stigi undir í lok þriðja leikhlta 68-69 og fengu þeir mýmörg tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Körfurnar létu á sér standa þegar mest á reyndi og Stólarnir náðu alltaf að komas fjær heimamönnum og virtust ætla ða vera með sex stiga forskot fyrir loka leikhlutann en þá steig Danero Thomas upp og negldi niður þrist þegar flautan gall og munurinn þrjú stig, 71-76. Fjórði leikhluti hófst og þá frusu gestirnir við jörðina nánast í sóknarleik liðsins. Keflvíkingar gerðu vel og stigu harðar fram varnarlega en skot sem höfðu verið að rata ofan í fyrir Tindastól neituðu hreinlega að fara ofan. Þegar skammt var til leiksloka var Keflavík að vinna leikhlutann 17-5 og komnir með forskot upp á níu stig. Þrjár mínútur voru eftir, Keflvíkingar héldu áfram og reyndu að ná innbyrðis viðureigninni aftur en að endingu náðu Tindastóll að halda henni en leikurinn endaði í 13 stiga mun, 99-86, en heimamenn hefðu þurft fimm stig í viðbót. Afhverju vann Keflavík? Þetta er blanda af því að Keflvíkingar náðu að halda sínum gæðum í sóknarleiknum, gekk vel í vörn og frystu Stólana í sínum sóknarleik. Bognuðu ekki þegar Stólarnir náðu í gott forskot og komust yfir hjallann þegar það skipti máli. Hvað gekk illa? Stólunum gekk herfilega í sóknarleiknum sínum og sérstaklega í seinni hálfleik. Stólarnir skoruðu 58 stig í fyrri hálfleiknum og ekki nema 28 stig í seinni. Það gekk hvorki né rak og þetta leit ekki vel út fyrir Skagfirðinga. Þórir Þorbjarnarson var kominn í 18 stig í fyrri hálfleik en endaði með 21 stig. Hann verður að vera holdgervingur vandræða Stólanna í þetta skiptið en það gekk samt öllum illa í sókninni. Bestir á vellinum? Remy Martin var stigahæstur á vellinum og skoraði 29 stig en 22 þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann skilaði 11 fráköstum og fann félaga sína með níu stoðsendingum. Ég nefni líka til sögunnar Jaka Brodnik sem fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði 10 stig, flest þeirra í lokin þegar heimamenn sigu framúr. Tölfræði sem vekur athygli? Í fyrri hálfleik skiptust liðin níu sinnum á forskotinu en einungis einu sinni í þeim seinni. Það var þegar Keflvíkingar komust yfir en lengi vel leit það út fyrir að það myndi ekki takast. Hvað næst? Keflavík fer á Hlíðarenda í næstu umferð og etur kappi við Valsmenn. Valur á harma að hefna en þeir töpuðu á flautukörfu frá Remy Martin í Keflavík fyrir áramót. Tindastóll tekur á móti Grindavík og það verður fróðlegt að sjá hvort Stólarnir ná að hrista af sér slenið. Svavar: Meira okkur að kenna Aðstoðarþjálfari Tindastóls, Svavar Birgisson, var til svara fyrir sitt lið. Hann var að vonum ekki kátur með úrslitin en vildi ekki hafa of miklar áhyggjur af stöðunni. Stólarnir voru með góð tök á leiknum í þrjá fjórðunga að því er virtist en hvað gerðist í lok leiksins? „Það er rétt. Við vorum með góð tök á þessu í þrjá fjórðunga en svo förum við að gera grunn mistök. Förum að hnoðast of mikið í sókninni og svo voru varnarfærslurnar að klikka og þess vegna fór þetta svona.“ Tindastóll skoraði lítið í fjórða leikhluta, ekki nema 12 stig. Hvort var það varnarleik Keflvíkinga að kenna eða sóknarleik Stólanna? „Ekki það að ég vilji gera lítið úr varnarleik Keflvíkinga þá held ég að það sé meira okkur að kenna. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Tindastóll byrjar nýja árið ekki vel. Tvö töp í röð en hafa menn einhverjar áhyggjur á Sauðárkrók? „Nei nei, við höfum nú séð þetta svartara en þetta. En jú við gætum alveg verið á betri stað en þetta.“ Pétur: Eins og að spyrja Usain Bolt afhverju hann var ekki fyrstur allt hlaupið „Okkar plan er náttúrlega er að þetta er 40 mínútna leikur. Við skiptum ansi ört inn á í seinni hálfleik og þá gátum við verið með ferskari fætur í lokin og það virkaði í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga, Pétur Ingvarss., þegar hann var spurður hvað gekk best í lok leiks. Það hlýtur að vera góðs viti að Keflavík geti rúllað liðinu svona vel og haldið gæðunum upp? „Það gekk upp í dag. Við erum með sjö manna kjarna sem spilað hefur meirihluta mínútnanna í vetur. Höfum síðan bætt við okkur Danero sem gat hjálpað okkur töluvert í þessum leik og gátum dreift mínútunum vel í kvöld.“ Keflvíkingar fengu mörg tækifæri til að ná forskotinu fyrr í seinni hálfleik og var Pétur spurður að því hvort einhverjar áhyggjur hafi læðst að honum þegar það var ekki að takast. „Auðvitað er maður alltaf hræddur um það. Þetta eru samt 40 mínútna leikur og þetta er eins og að spyrja Usain Bolt afhverju hann var ekki fyrstur allt hlaupið. Þetta virkaði vel í kvöld og ég er sáttur.“ Keflvíkingar ná alltaf, nánast, að skora 100 stig. Að auki héldu þeir Stólunum í 86 stigum í kvöld og hlýtur staðan á liðinu að vera ásættanleg. „Já, ég hefði samt viljað skora meira til að ná innbyrðis á þá. Þeir unnu okkur með 17 fyrir norðan. Það tókst ekki núna. Skoruðum ekki alveg nóg.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum