
Sænsk landsliðskona til Grindavíkur
Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta.
Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta.
Valur hefur samið við Þórönnu Kika Hodge-Carr um að leika með liðinu á næsta tímabili í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Valsarar hafa tryggt sér öflugan leikmann fyrir næstu leiktíð í körfubolta kvenna því félagið hefur samið við Re´Shawna Stone sem farið hefur á kostum í Finnlandi síðustu tvö tímabil.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.
Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.
Njarðvíkingar misstu Emilie Hesseldal til Grindavíkur í síðustu viku en liðið hefur aftur á móti tryggt sér áfram þjónustu sænska miðherjans Pauline Hersler.
Lið Grindavíkur í Bónus-deild kvenna heldur áfram að styrkja sig því í kvöld tilkynnti liðið um önnur félagaskiptin á stuttum tíma.
Bikarmeistarar Njarðvíkur eru heldur betur búnir að styrkja sig fyrir næsta tímabil því nú rétt í þessu var tilkynnt að Dani Rodriguez hefði samið við félagið til næstu tveggja ára.
Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Danski landsliðsmiðherjinn Emilie Hesseldal mun leika með Grindvíkingum á næsta tímabili en Grindvíkingar tilkynntu um félagaskiptin nú rétt í þessu.
Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu.
Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa.
Eftir nokkra umhugsun er Hörður Unnsteinsson hættur í þjálfun. Hann stýrði kvennaliði KR upp í Bónus deildina í körfubolta í vetur.
„Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel.
„Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari.
Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ.
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta árið 2025 eftir magnaðan framlengdan oddaleik við Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði. Myndaveislu úr leiknum má sjá neðar í fréttinni.
Diamond Battles, sem hefur verið að glíma við meiðsli meira og minna alla úrslitakeppnina, steig heldur betur upp í kvöld þegar Haukar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum.
Sólrún Inga Gísladóttir steig heldur betur upp í liði Hauka í kvöld en hún setti fjóra stóra þrista og endaði með 14 stig. Hún var mætt í viðtal á gólfinu strax eftir leik til Andra Más sem spurði hana hver munurinn hefði verið á þessum leik og síðasta.
Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus-deild kvenna 2025 ótrúlegan sigur á Njarðvík í framlengdum leik í Ólafssal, lokatölur 92-91.
Haukar og Njarðvík eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld.
Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.
Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma.
Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum.