Útbreiðsla íþróttarinnar og auknar vinsældir hennar á alþjóðavísu hafa náð til Asíu. Átta þjóðum verður tryggt sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Frankfurt 27.–30. júní 2024.
Filippseyjar, Kína, Japan, Hong Kong og Barein eiga þegar tryggt sæti. Þar að auki munu þrjár þjóðir keppa um þátttökurétt í mótinu með undankeppni sem fer fram þann 19. maí.
Asia is to become the latest region to stage a qualifying event for the PDC World Cup of Darts.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 10, 2024
Full Story 👇
Keppt verður í tvímenningskeppni, ólíkt heimsmeistaramótinu sem fór fram á dögunum í Alexandria Palace (Ally Pally), þar sem Luke Humphries hreppti hnossið.
Keppendur leika fyrir hönd sinnar þjóðar á mótinu og engin einstaklingsverðlaun eru gefin.