Á sjóðheitu stefnumóti í pottinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. janúar 2024 13:01 Þorleifur Örn leikstýrir Eddu sem er til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Vilhelm Sundhöll Reykjavíkur er sjóðandi heitur stefnumótastaður og það vita þau Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og Erna Mist listmálari sem böðuðu sig í heitu vatninu í gær. Um er að ræða eitt nýjasta og heitasta par landsins. Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi. Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi.
Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira