Vinnu við slíkar sprunguviðgerðir hefur nú verið frestað fram yfir helgi í það minnsta og leit heldur áfram í dag.
Jökulhlaup er hafið í Grímsvötnum og eru líkur taldar á því að þar fari að gjósa á næstunni. Jarðeðlisfræðingur segir að eldstöðin sýni öll merki þess að vera tilbúin í gos.
Þa verður rætt við borgarstjóra um undirritun samkomulags um byggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Hann segir um risastórt hagsmunamál að ræða.
Í íþróttapakka dagsins verður síðan rætt við fréttmann okkar í Bæjaralandi þar sem spennan eykst fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í handbolta sem fram fer á morgun.