Freyr gerði mjög flotta hluti með Lyngby og tókst að halda liðinu í deildinni á síðustu leiktíð. Danska félagið seldi hins vegar Frey til belgíska félagsins Kortrijk á dögunum.
Nú hefur Lyngby fundið eftirmann íslenska þjálfarans og það er annar kraftaverkaþjálfari.
Sá heitir Magne Hoseth og er 43 ára Norðmaður. Hoseth var áður þjálfari færeyska félagsins KÍ frá Klaksvík.
Undir hans stjórn fór Klaksvíkurliðið alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og varð fyrsta færeyska félagið í sögunni til að ná því.
Klaksvík sló bæði út ungverska stórliðið Ferencváros og sænsku meistarana BK Häcken í Evrópuævintýri sínu. Klaksvíkurliðið náði síðan jafntefli á móti Lille og vann sigur á Olimpija Ljubljana í riðlakeppninni sem var einnig sögulegt.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta viðtalið við Magne Hoseth sem þjálfara Lyngby.
MAGNES FØRSTE INTERVIEW SOM KONGEBLÅ
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 11, 2024
Selvom Magne Hoseth først har første træningsdag på mandag, var han alligevel forbi klubben i dag for at møde trup, stab og ansatte.
Der var samtidig også tid til hans første interview som kongeblå, hvorfor du her kan blive klogere på pic.twitter.com/pX7hG2FpXu