Jafntefli gegn Serbum í fyrsta leik gæti vitað á gott Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru núverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins en þeir voru báðir í liðinu sem vann brons árið 2010 og gerði jafntefli við Serba í fyrsta leik mótsins. Vísir/Vilhelm Ísland og Serbía gerðu jafntefli í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik í gær. Síðast þegar það gerðist náði Ísland sínum besta árangri á EM í sögunni. Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira