„Spilaði og spilaði og gat ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2024 11:49 Ómar Ingi átti erfiðan dag líkt og fleiri í útilínu íslenska liðsins í gær. Vísir/Vilhelm Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira