Fótbolti

Vestri missir besta mann síðasta tíma­bils

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gustav Kjeldsen verður ekki með Vestra í sumar.
Gustav Kjeldsen verður ekki með Vestra í sumar. Facebooksíða Vestra

Daninn Gustav Kjeldsen verður ekki með nýliðum Vestra í Bestu deildinni í sumar. Kjeldsen var valinn besti leikmaður þegar Vestri fór upp í efstu deild í fyrsta sinn á síðasta tímabili.

Vestri leikur í efstu deild næsta sumar í fyrsta sinn í sögunni. Liðið tryggði sér sæti með sigri á Aftureldingu í úrslitaleik umspils en leikið var á Laugardalsvelli.

Á Facebooksíðu Vestra í dag er greint frá því að Gustav Kjeldsen, sem valinn var leikmaður tímabilsins í fyrra, verði ekki með Vestfirðingum í sumar þar sem hann sleit hásin við undirbúning fyrir komandi tímabil.

Þetta er áfall fyrir lið Vestra en Kjeldsen myndaði miðvarðapar með Morten Ohlsen Hansen á síðasta tímabili. Lið Vestra hefur verið orðað við Eið Aron Sigurbjörnsson, leikmann ÍBV, síðustu vikur og má leið að því líkur að þeir leggi nú allt kapp á að fá Eið Aron til liðs við sig til að styrkja varnarleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×