Gestirnir tóku forystuna strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Staðan var orðin 0-5 þegar norðankonur komust loks á blað þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var orðin 5-16 í hálfleik og því nokkuð ljóst hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Haukar náðu mest 17 marka forystu í stöðunni 15-32 en heimakonur skoruðu svo síðustu fjögur mörk leiksins og löguðu stöðuna aðeins til fyrir leikslok.
Markahæst í liði Vals var Sara Odden sem skoraði sex mörk og gaf að auki fimm stoðsendingar. Sonja Lind Sigsteinsdóttir kom næst með fimm mörk. Lydía Gunnþórsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með fimm mörk og Isabella Fraga skoraði fjögur.
Haukar eru eftir leikinn tveimur stigum á eftir toppliði Vals að loknum tólf umferðum, en KA/Þór í næst neðsta sæti, stigi á undan Aftureldingu og með jafn mörg stig og Stjarnan.