Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 22:58 Ragnar grípur boltann með tilþrifum. Vísir/Hulda Margrét Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan. Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan.
Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira