Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 14:30 Sven Göran Eriksson var heiðursgestur á leik Lazio og Roma í mars síðastliðnum. Vísir/Getty Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield. Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01