Þema kvöldsins var „íslensk lög“ og keppendur fluttu lög sem endurspegluðu tónlistarstíl þeirra, í því skyni að leyfa áhorfendum að kynnast þeim enn betur.
Björgvin flutti lagið Lifandi inni í mér með Dilja en lagið fór fyrir hönd Íslands í Eurovision á síðasta ári, þá á ensku og bar heitið Power.
Greinilega hefur skapast mikil vinátta milli Björgvins og Ólafs Jóhanns en þegar Björgvin gekk baksviðs eftir flutning sinn tók Ólafur á móti honum hágrátandi og tók utan um sinn mann. Báðir komust þeir áfram á föstudagskvöldið.