Mikilvægt að finna jafnvægið í áramótaheitunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. janúar 2024 11:19 Þóra Rós stendur fyrir viðburðinum Heil helgi á Hótel Kviku. Aðsend Jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir segir að fólk eigi í hættu á að fara of geyst af stað í janúar út frá háleitum áramótaheitum. Mikilvægast sé að tileinka sér jafnvægi en hún leggur sjálf mikið upp úr því. Þóra Rós stendur fyrir jógaviðburði á Hótel Kviku þar sem hún deilir því sem hún sjálf hefur lært á sinni vegferð. Þóra Rós deilir jógastöðu vikunnar hér á Vísi þar sem hún kennir lesendum hinar ýmsu jógastöður. Annan til fjórða febrúar verður hún með viðburðinn Heil helgi á Hótel Kviku. Hættan að tankurinn klárist í febrúar „Hugmyndin er skemmtileg helgi þar sem ég leiðbeini konum í átt að bættri heilsu og deili því sem ég hef lært á minni vegferð. Núna í byrjun árs eru margir eflaust búnir að strengja áramótaheit og ætla heldur betur að bæta sig. Þá er hættan að fólk fari of geyst af stað, ætla að sigra heiminn strax í janúar og er svo búið með tankinn í febrúar og fara þá aftur í sama farið.“ Hún segist halda að öll þurfum við að staldra við og vera meira meðvituð um okkur sjálf. „Við munum skoða hvernig við erum að eyða orkunni okkar. Við förum yfir hreyfingu, sjálfsstjórn og svo hluti eins og hvaða fólk við erum að umgangast og hvaða áhrif hafa þau samskipti á okkur. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Markmið nást ekki með því einfaldlega að setja þau heldur þarf að marka sér skýra stefnu og skref til þess að ná þeim. Annars eru þetta bara draumórar sem verða aldrei að veruleika. Þetta er allt spurning um jafnvægi. Að vita hvenær maður á að gefa í og hvenær á að slaka á, að kunna að hlusta á líkamann og fylgja hjartanu. Læra að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Að gera eitthvað á hverjum degi sem hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt.“ Jóga verður undirstaða viðburðarins Heil helgi.Aðsend Íslensk náttúra, hreyfing og öndunaræfingar Hún segir að grunnundirstaða helgarinnar sé að sjálfsögðu jóga en einnig verði farið í hugleiðslu undir leiðbeiningu. „Íslensk náttúra verður í fyrirrúmi ásamt hreyfingu og öndunaræfingum. Í lok dags verður svo farið í heita pottar og gufu.“ Þóra segir að það sé hollt að skrifa ákveðin markmið niður á hverjum degi sem hjálpa fólki við að ná sínum draumi. „Við lærum ýmis tól og tæki sem við getum gert hvar sem er og hvenær sem er. Það er takmarkað pláss í boði því ég vil að upplifunin sé einstök en skráningu lýkur 19 janúar.“ Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik. Jógastaða vikunnar Heilsa Jóga Tengdar fréttir Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00 Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00 Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Þóra Rós deilir jógastöðu vikunnar hér á Vísi þar sem hún kennir lesendum hinar ýmsu jógastöður. Annan til fjórða febrúar verður hún með viðburðinn Heil helgi á Hótel Kviku. Hættan að tankurinn klárist í febrúar „Hugmyndin er skemmtileg helgi þar sem ég leiðbeini konum í átt að bættri heilsu og deili því sem ég hef lært á minni vegferð. Núna í byrjun árs eru margir eflaust búnir að strengja áramótaheit og ætla heldur betur að bæta sig. Þá er hættan að fólk fari of geyst af stað, ætla að sigra heiminn strax í janúar og er svo búið með tankinn í febrúar og fara þá aftur í sama farið.“ Hún segist halda að öll þurfum við að staldra við og vera meira meðvituð um okkur sjálf. „Við munum skoða hvernig við erum að eyða orkunni okkar. Við förum yfir hreyfingu, sjálfsstjórn og svo hluti eins og hvaða fólk við erum að umgangast og hvaða áhrif hafa þau samskipti á okkur. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Markmið nást ekki með því einfaldlega að setja þau heldur þarf að marka sér skýra stefnu og skref til þess að ná þeim. Annars eru þetta bara draumórar sem verða aldrei að veruleika. Þetta er allt spurning um jafnvægi. Að vita hvenær maður á að gefa í og hvenær á að slaka á, að kunna að hlusta á líkamann og fylgja hjartanu. Læra að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Að gera eitthvað á hverjum degi sem hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt.“ Jóga verður undirstaða viðburðarins Heil helgi.Aðsend Íslensk náttúra, hreyfing og öndunaræfingar Hún segir að grunnundirstaða helgarinnar sé að sjálfsögðu jóga en einnig verði farið í hugleiðslu undir leiðbeiningu. „Íslensk náttúra verður í fyrirrúmi ásamt hreyfingu og öndunaræfingum. Í lok dags verður svo farið í heita pottar og gufu.“ Þóra segir að það sé hollt að skrifa ákveðin markmið niður á hverjum degi sem hjálpa fólki við að ná sínum draumi. „Við lærum ýmis tól og tæki sem við getum gert hvar sem er og hvenær sem er. Það er takmarkað pláss í boði því ég vil að upplifunin sé einstök en skráningu lýkur 19 janúar.“ Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.
Jógastaða vikunnar Heilsa Jóga Tengdar fréttir Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00 Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00 Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00
Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00
Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40