Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 08:01 Elliði Snær Viðarsson og Aron Pálmarsson eiga ungabörn heima en eru með fulla einbeitingu á stórleikinn við Ungverja í kvöld. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01