Ákall til auðvaldsins Gunnar Dan Wiium skrifar 17. janúar 2024 07:30 Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun