Ef ekki væri fyrir frábæra aðstoð Svartfellinga þá væru íslensku strákarnir á leið heim í dag. Þess í stað eru þeir á leið til Kölnar í milliriðilinn.
Það voru allir Íslendingarnir í Höllinni slegnir yfir þessum úrslitum og ef spilamennskan batnar ekki þá er ekki von á góðu í Köln.
Sjá má þáttinn hér að neðan.