Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson getur enn komið íslenska landsliðinu á Ólympíuleikana í París í sumar. vísir/vilhelm Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira