Littler þakklátur: „Ég er bara strákur sem er að upplifa drauminn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 15:30 Luke Littler er spáð glæstri framtíð í pílukastinu. getty/Zac Goodwin Luke Littler, sem lenti í 2. sæti á HM í pílukasti, þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira