Fótbolti

Börsungar niður­lægðu Madrídinga í Ofurbikarnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Börsungar fóru létt með erkifjendur sína í kvöld.
Börsungar fóru létt með erkifjendur sína í kvöld. x / barcelona

Barcelona er komið í úrslitaleik Ofurbikars kvenna eftir stórsigur gegn Real Madrid í undanúrslitum. Börsungar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og innsigluðu 4-0 sigur snemma í fyrri hálfleik. 

Mariona Caldentey braut ísinn strax á 12. mínútu. Salma Paralluelo skoraði svo annað markið skömmu síðar eftir góðan undirbúning Ona Batlle. Mariona Caldentey steig svo á vítapunktinn rétt áður en fyrri hálfleik lauk og skoraði þriðja mark Barcelona. 

Snemma í seinni hálfleik skoraði Salma Paralluelo svo sitt annað mark og fjórða mark leiksins eftir góða fyrirgjöf frá Caroline Hansen. 

Eftir fjórða markið fóru Börsungar að hvíla lykilmenn og nýttu allar leyfilegar skiptingar. Miðjumaðurinn Patricia Guijarro setti boltann svo einu sinni enn í netið á lokamínútunum en markið var dæmt af. 

Barcelona er því komið í úrslitaleik Ofurbikarsins næstkomandi sunnudag gegn Levante sem sló Atletico Madrid út í framlengdum leik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×